„Það er bara allt skorið sem menn geta“

Fleiri hafa áhyggjur af lágum launum en lánum.
Fleiri hafa áhyggjur af lágum launum en lánum.

Launa­fólk á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um hef­ur skorið niður út­gjöld í stór­um stíl á umliðnum mánuðum og hef­ur mikl­ar fjár­hags­á­hyggj­ur. Ný könn­un Gallup meðal 22 þúsund fé­lags­manna Flóa­fé­lag­anna, sýn­ir að mun fleiri hafa dregið úr út­gjöld­um vegna heil­brigðisþjón­ustu nú en í sam­bæri­legri könn­un í fyrra.

Rúm­ur fjórðung­ur fé­lags­manna hef­ur skorið niður út­gjöld til heil­brigðisþjón­ustu sam­an­borið við 19,3% í fyrra. 60% kvenna segj­ast hafa dregið úr mat­ar­inn­kaup­um og 69% karla hafa skorið niður út­gjöld vegna ferðalaga.

„Það er bara allt skorið, það er allt skorið sem menn geta verið án og svo reyna menn að halda haus gagn­vart skuld­un­um,“ seg­ir Kristján Gunn­ars­son, formaður Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og formaður Starfs­greina­sam­bands­ins.

Megin­á­stæða fjár­hags­á­hyggna fólks eru lág laun. Næst­stærsti hóp­ur­inn nefn­ir verðbólgu og vexti. Rúm­ur fjórðung­ur fólks seg­ir hins veg­ar skuld­ir og hækk­un lána aðalástæðu þess að það hef­ur áhyggj­ur af fjár­hagn­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert