„Það er bara allt skorið sem menn geta“

Fleiri hafa áhyggjur af lágum launum en lánum.
Fleiri hafa áhyggjur af lágum launum en lánum.

Launafólk á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hefur skorið niður útgjöld í stórum stíl á umliðnum mánuðum og hefur miklar fjárhagsáhyggjur. Ný könnun Gallup meðal 22 þúsund félagsmanna Flóafélaganna, sýnir að mun fleiri hafa dregið úr útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu nú en í sambærilegri könnun í fyrra.

Rúmur fjórðungur félagsmanna hefur skorið niður útgjöld til heilbrigðisþjónustu samanborið við 19,3% í fyrra. 60% kvenna segjast hafa dregið úr matarinnkaupum og 69% karla hafa skorið niður útgjöld vegna ferðalaga.

„Það er bara allt skorið, það er allt skorið sem menn geta verið án og svo reyna menn að halda haus gagnvart skuldunum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og formaður Starfsgreinasambandsins.

Meginástæða fjárhagsáhyggna fólks eru lág laun. Næststærsti hópurinn nefnir verðbólgu og vexti. Rúmur fjórðungur fólks segir hins vegar skuldir og hækkun lána aðalástæðu þess að það hefur áhyggjur af fjárhagnum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert