Þróa uppskriftir fyrir neyðarmötuneyti

Wilhelm Wessman, verkefnisstjóri neyðarmötuneytisverkefnisins, Stefán Viðarsson, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristján …
Wilhelm Wessman, verkefnisstjóri neyðarmötuneytisverkefnisins, Stefán Viðarsson, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Helgi Kristjánsson, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Ljósmynd/Rauði krossinn

Fé­lag­ar í Klúbbi mat­reiðslu­meist­ara mættu í full­um skrúða og reiddu fram veit­ing­ar í boði Mennta­skól­ans í Kópa­vogi - hót­els og mat­væla­sviðs við und­ir­rit­un sam­starfs­samn­ings um starf­semi neyðarmötu­neyta Rauða kross Íslands í dag. Full­trúi þeirra verður í fag­hópi Rauða kross­ins og mun ann­ast þróun upp­skrifta fyr­ir mötu­neyt­in og ann­ast eft­ir­lit með eld­hús­um, birgj­um og flutn­ings­leiðum.

Neyðarmötu­neyti eru meðal ann­ars starf­rækt tíma­bundið í fjölda­hjálp­ar­stöðvum Rauða kross­ins, þjón­ustumiðstöðvum al­manna­varna og í aðstöðu fyr­ir hjálp­arlið. Á vefsvæðinu freist­ing.is seg­ir að samn­ing­ur­inn hafi verið gerður til að tryggja fag­lega um­gjörð í fram­kvæmd og rekstri mötu­neyt­anna. Að samn­ingn­um koma Rauði kross Íslands, Mennta­skól­inn í Kópa­vogi og Klúbb­ur mat­reiðslu­meist­ara.

Samn­ing­ur­inn kveður á um gerð hand­bók­ar um rekst­ur neyðarmötu­neyta, kort­lagn­ingu og flokk­un eld­húsa í fyr­ir­fram ákveðnum fjölda­hjálp­ar­stöðvum og sam­starf um fag­hóp sem get­ur verið deild­um Rauða kross­ins til ráðgjaf­ar um opn­un og rekst­ur neyðarmötu­neyta.

Rauði kross­inn sér um þjálf­un sjálf­boðaliða og ber ábyrgð á rekstri neyðarmötu­neyt­anna.  Mennta­skól­inn í Kópa­vogi- hót­el og mat­væla­svið á full­trúa í fag­hópn­um, veit­ir ráðgjöf um gerð hand­bók­ar og hef­ur eft­ir­lit með ör­uggri meðferð mat­væla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert