Töfin í Landeyjahöfn tímabundið ástand

Landeyjahöfn.
Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri, segir að ekkert bendi til annars en að sú töf, sem orðið hefur í Landeyjahöfn, sé tímabundið ástand og þegar náttúran hafi náð fyrra jafnvægi muni höfnin þjóna um langa framtíð.

Hermann segir á vef Siglingastofnunar, að samspil eldgoss og óvenjulegrar ölduáttar langtímum saman á opnunarári Landeyjahafnar hafi valdið tímabundnum töfum bendi vísindalegar forsendur og innlend og erlend reynsla til að náttúran muni ná fyrra jafnvægi á tiltölulega skömmum tíma.

„Fengist hefur leyfi stjórnvalda til að bjóða út umtalsverða dýpkun í vetur svo nýta megi siglingaleiðina sem best þennan tíma og hressilegar vetrarlægðir með suðvestan öldugangi eru einnig líklegar til að hreinsa sand og gosefni úr innsiglingunni," segir Hermann m.a.

Byrjað var að dæla sandi úr höfninni í morgun eftir talsvert hlé. Ekkert hefur verið hægt að nota Landeyjahöfn í október.

Vefur Siglingastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka