Túnin slegin í október

Frá Botni í Súgandafirði.
Frá Botni í Súgandafirði. www.mats.is

Tíðin hef­ur verið óvenju góð í haust og ekki á hverju ári sem sjá má vest­firska bænd­ur slá tún sín í októ­ber­mánuði, en Björn Birk­is­son, bóndi í Botni í Súg­andafirði, stóð í heyskap nú fyr­ir stuttu.

„Þetta er vissu­lega óvan­legt enda sér­stak­ar aðstæður. Venju­lega vill maður forðast að slá tún svona seint því það er meiri hætta að tún­in verði fyr­ir skemmd­um af vél­un­um þegar liðið er á haustið. Hér var um að ræða tún sem var komið í óhirðu svo við slóg­um það og hreinsuðum fyr­ir næsta sum­ar og slóg­um þannig tvær flug­ur í einu höggi,“ seg­ir Björn.

Hann seg­ir að heyskap­ur hafi verið góður í sum­ar „Fyrri slátt­ur var mjög rýr vegna þurrka en á móti kom að seinni slátt­ur var óvenju góður. Reynd­ar hefðum við viljað ná meiru inn í hús, þetta stend­ur frek­ar tæpt hjá okk­ur en ætti haf­ast,“ seg­ir Björn og bæt­ir við að þrátt fyr­ir góða tíð hafi þeir ekki ráðist í þriðja slátt­inn.

„Veðrið og sprett­an í lok sept­em­ber og byrj­un októ­ber var reynd­ar svo góð og það hefði verið hægt að slá, en það er nóg að gera hjá bænd­um á þess­um tíma hvað varðar smöl­un og fleira þannig það gafst hrein­lega ekki tími til þess,“ seg­ir Björn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert