Útilokar ekki að Dagur verði borgarstjóri

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík.
Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík. Ómar Óskarsson

Jón Gnarr borgarstjóri segist ekki vilja útiloka það að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri í Reykjavík. Hann sagði þetta í umræðum um breytingar á starfi borgarstjóra.

„Spurningin hvort að Dagur B. Eggertsson sé að verða borgarstjóri. Það er ný hugmynd. Hún hefur ekki komið upp áður. Ég mundi ekkert útiloka það frekar en eitthvað annað, en það hefur ekki staðið til,“ sagði Jón Gnarr þegar Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi spurði hann hvort til greina kæmi að Dagur yrði borgarstjóri.

Borgarstjórn ræddi tillögu Jóns Gnarr um nýtt embætti skristofustjóra borgarstjóra. Sjálfstæðismenn lýstu andstöðu við tillöguna og það sama gerði Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka