Útilokar ekki að Dagur verði borgarstjóri

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík.
Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík. Ómar Óskarsson

Jón Gn­arr borg­ar­stjóri seg­ist ekki vilja úti­loka það að Dag­ur B. Eggerts­son verði borg­ar­stjóri í Reykja­vík. Hann sagði þetta í umræðum um breyt­ing­ar á starfi borg­ar­stjóra.

„Spurn­ing­in hvort að Dag­ur B. Eggerts­son sé að verða borg­ar­stjóri. Það er ný hug­mynd. Hún hef­ur ekki komið upp áður. Ég mundi ekk­ert úti­loka það frek­ar en eitt­hvað annað, en það hef­ur ekki staðið til,“ sagði Jón Gn­arr þegar Júlí­us Víf­ill Ingvars­son borg­ar­full­trúi spurði hann hvort til greina kæmi að Dag­ur yrði borg­ar­stjóri.

Borg­ar­stjórn ræddi til­lögu Jóns Gn­arr um nýtt embætti skri­stofu­stjóra borg­ar­stjóra. Sjálf­stæðis­menn lýstu and­stöðu við til­lög­una og það sama gerði Sól­ey Tóm­as­dótt­ir borg­ar­full­trúi VG.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert