Vægt frost var víða á landinu í nótt og í morgun, sérstaklega inn til landsins og varar Vegagerðin við hálkublettum víða á Norður- og Austurlandi. Þar sem vegir gætu víða verið blautir og háli eru vegfarendir um að sýna sérstaka aðgát í umferðinni.
Veðurhorfur í landinu í dag eru á þann veg að norðvestan og vestan 3-10 m/sek verða í dag, hvassast við N- og A-ströndina í dag. Stöku él verða um landið norðaustanvert og líkur á skúrum við suðausturströndina en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, mildast við ströndina, en frost 0 til 5 stig víðast hvar í nótt.