Vinnslumet á Vopnafirði

Makríllinn hefur reynst búbót.
Makríllinn hefur reynst búbót.

Á þessu ári hafa alls verið fryst tæp­lega 17.000 tonn af upp­sjáv­ar­af­urðum í fiskiðju­veri HB Granda á Vopnafirði. Þetta er nýtt  vinnslu­met en fyrra met er frá ár­inu 2004 en þá voru fryst 12.700 tonn af afurðum á Vopnafirði. Þá var tæp­ur helm­ing­ur afurðanna heilfryst loðna en nú eru það síld­ar- og mak­rílaf­urðir sem verið hafa uppistaðan í fram­leiðslunni, seg­ir á vef HB Granda.

Magnús Ró­berts­son, vinnslu­stjóri hjá HB Granda á Vopnafirði, seg­ir að á loðnu­vertíðinni hafi tek­ist að frysta um 1.000 tonn af loðnu­af­urðum en uppistaðan í þeirri vinnslu eru fryst loðnu­hrogn.

Veiðar á norsk-ís­lensku síld­inni hóf­ust síðan í byrj­un júní og síðan þá hafa verið fryst tæp­lega 11.000 tonn af síld á Vopnafirði. Vinnsla á mak­ríl til mann­eld­is hef­ur einnig verið um­tals­verð því búið er að frysta rúm­lega 4.800 tonn af mak­ríl á vertíðinni. Til sam­an­b­urðar má nefna að í fyrra nam fryst­ing á norsk-ís­lenskri síld á Vopnafirði aðeins tæp­lega 6.000 tonn­um og nán­ast ekk­ert af mak­rílafl­an­um fór þá til fryst­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert