Vinnslumet á Vopnafirði

Makríllinn hefur reynst búbót.
Makríllinn hefur reynst búbót.

Á þessu ári hafa alls verið fryst tæplega 17.000 tonn af uppsjávarafurðum í fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði. Þetta er nýtt  vinnslumet en fyrra met er frá árinu 2004 en þá voru fryst 12.700 tonn af afurðum á Vopnafirði. Þá var tæpur helmingur afurðanna heilfryst loðna en nú eru það síldar- og makrílafurðir sem verið hafa uppistaðan í framleiðslunni, segir á vef HB Granda.

Magnús Róbertsson, vinnslustjóri hjá HB Granda á Vopnafirði, segir að á loðnuvertíðinni hafi tekist að frysta um 1.000 tonn af loðnuafurðum en uppistaðan í þeirri vinnslu eru fryst loðnuhrogn.

Veiðar á norsk-íslensku síldinni hófust síðan í byrjun júní og síðan þá hafa verið fryst tæplega 11.000 tonn af síld á Vopnafirði. Vinnsla á makríl til manneldis hefur einnig verið umtalsverð því búið er að frysta rúmlega 4.800 tonn af makríl á vertíðinni. Til samanburðar má nefna að í fyrra nam frysting á norsk-íslenskri síld á Vopnafirði aðeins tæplega 6.000 tonnum og nánast ekkert af makrílaflanum fór þá til frystingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka