Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni bannað Húsasmiðjunni að notast við fullyrðinguna „Lægsta lága verðið“ í auglýsingum sínum. Neytendastofa taldi Húsasmiðjuna ekki hafa fært sönnur á fullyrðinguna eins og lög gera ráð fyrir.
Í skýringum Húsasmiðjunnar kom fram að fullyrðingin vísaði til þess að valdar vörur væru á því lægsta verði sem Húsasmiðjan gæti boðið viðskiptavinum sínum upp á. Hins vegar væri ekki verið að vísa til verðs keppinauta.
Þetta féllst Neytendastofa ekki á og taldi fullyrðinguna vísa til þess að verðið væri lægst hjá Húsasmiðjunni af þeim verslunums em bjóða umræddar vörur. Jafnframt að fullyrðingin væri villandi gagnvart neytendum og bryti gegn keppinautum Húsasmiðjunnar.