Dregur úr trausti á dómskerfinu

Mikill meirihluti landsmanna treystir Landhelgisgæslunni.
Mikill meirihluti landsmanna treystir Landhelgisgæslunni. mbl.is/Árni Sæberg

Dregið hefur úr trausti á dómsmálaráðuneytinu og dómskerfinu í heild, samkvæmt könnun MMR. Mikið traust er hins vegar borið til Landhelgisgæslunnar og traust á embættum sérstaks saksóknara og ríkislögreglustjóra hefur aukist síðasta árið.

MMR kannaði viðhorf almennings til stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Sögðust 77,6% treysta Landhelgisgæslunni sem er sama hlutfall í samskonar könnun fyrir ári. 54,8% sögðus treysta embætti sérstaks saksóknara en 52,8% fyrir ári. Einnig sögðust 52% treysta embætti ríkislögreglustjóra en 47,1% sögðust treysta embættinu í október í fyrra.

 Minnst traust var borið til Útlendingastofnunar en 21,1% sögðust treysta þeirri stofnun. Þá sögðust 24,5% treysta dómsmálaráðuneytinu en 42,3% sögðust treyst ráðuneytinu í fyrra. 

Um er að ræða netkönnun meða 830 einstankinga á aldrinum 18-67 ára, sem voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Könnunin var gerð 5.-8. október.

Könnunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert