Dýrbítar í Borgarfirði

Refir leggjast á fé í Borgarfirði.
Refir leggjast á fé í Borgarfirði. mbl.is/Árni Torfason

Á minnsta kosti þremur bæjum í Borgarfirði hefur orðið vart við fé sem ýmist er illa farið eða dautt af völdum refa sem lagst hafa á það. Sökum fjarlægðar á milli bæjanna þykja litlar sem engar líkur á að um sömu tófur sé að ræða og því ljóst að um að minnsta kosti þrjá dýrbíta að ræða í uppsveitunum. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns.

Á vefnum segir að þegar tófa hefur komist á blóðbragðið og drepið kind er öruggt að hún heldur áfram uppteknum hætti. Í einu tilvikinu voru sjónarvottar að því að hvít tófa lagðist á lambhrút í landi Kalmanstungu og murkaði úr honum lífið.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert