Eldsneytisverð hækkar

Eldsneytis­verð hef­ur hækkað um 2-3 krón­ur lítr­inn hjá stóru olíu­fé­lög­un­um þrem­ur í gær og dag. Hvorki Atlantsol­ía né Ork­an hafa hækkað verðið enn.

Skelj­ung­ur hækkaði verðið í gær um 3 krón­ur lítr­ann af bens­íni og 2 krón­ur lítr­ann af dísi­lol­íu. Kost­ar bens­ín­lítr­inn nú 197,90 krón­ur í sjálfsaf­greiðslu og dísi­lolíu­lítr­inn 197,70 krón­ur.

Bæði N1 og  Olís hafa einnig hækkað eldsneytis­verð um 2-3 krón­ur. Hjá Olís og N1 kost­ar bæði bens­ín og dísi­lol­ía 196,60 krón­ur lítr­inn. 

Eldsneytið er ódýr­ast hjá Ork­unni, 193,30 krón­ur bens­ín­lítri og 194,30 olíu­lítr­inn. Hjá Atlantsol­íu er eldsneytið 0,10 krón­um dýr­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert