Eldsneytisverð hefur hækkað um 2-3 krónur lítrinn hjá stóru olíufélögunum þremur í gær og dag. Hvorki Atlantsolía né Orkan hafa hækkað verðið enn.
Skeljungur hækkaði verðið í gær um 3 krónur lítrann af bensíni og 2 krónur lítrann af dísilolíu. Kostar bensínlítrinn nú 197,90 krónur í sjálfsafgreiðslu og dísilolíulítrinn 197,70 krónur.
Bæði N1 og Olís hafa einnig hækkað eldsneytisverð um 2-3 krónur. Hjá Olís og N1 kostar bæði bensín og dísilolía 196,60 krónur lítrinn.
Eldsneytið er ódýrast hjá Orkunni, 193,30 krónur bensínlítri og 194,30 olíulítrinn. Hjá Atlantsolíu er eldsneytið 0,10 krónum dýrara.