Fjölskylduhjálp vill kvóta

Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. Ernir Eyjólfsson

Fjölskylduhjálp hefur farið fram á það við sjávarútvegsráðherra að hann úthluti fimmtíu tonna viðbótarþorskkvóta til handa samtökunum. Samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá framkvæmdastjóra samtakanna er málið í skoðun hjá ráðuneytinu. Um sex hundruð fjölskyldur treysta á matargjafir hjá samtökunum.

Í fyrstu var farið fram á fimmtíu tonna kvóta til að úthluta til fjölskyldna sem treysta á matargjafir. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að Fjölskylduhjálp er ekki útgerðarfyrirtæki. Því var óskað að nýju eftir kvóta en nú með því skilyrði að Fjölskylduhjálp muni semja við útgerðarfyrirtæki sem fái kvótann og veiði hann fyrir samtökin. Það er nú til skoðunar.

Matarúthlutun var hjá samtökunum í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að rútufyrirtækið Teitur Jónasson hafi lagt til rútu sem staðsett var fyrir utan húsakynni samtakanna svo fólk gat beðið þar eftir úthlutun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert