Fjölskylduhjálp vill kvóta

Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. Ernir Eyjólfsson

Fjöl­skyldu­hjálp hef­ur farið fram á það við sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að hann út­hluti fimm­tíu tonna viðbót­arþorskkvóta til handa sam­tök­un­um. Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna er málið í skoðun hjá ráðuneyt­inu. Um sex hundruð fjöl­skyld­ur treysta á mat­ar­gjaf­ir hjá sam­tök­un­um.

Í fyrstu var farið fram á fimm­tíu tonna kvóta til að út­hluta til fjöl­skyldna sem treysta á mat­ar­gjaf­ir. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri for­sendu að Fjöl­skyldu­hjálp er ekki út­gerðarfyr­ir­tæki. Því var óskað að nýju eft­ir kvóta en nú með því skil­yrði að Fjöl­skyldu­hjálp muni semja við út­gerðarfyr­ir­tæki sem fái kvót­ann og veiði hann fyr­ir sam­tök­in. Það er nú til skoðunar.

Matar­út­hlut­un var hjá sam­tök­un­um í dag. Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir að rútu­fyr­ir­tækið Teit­ur Jónas­son hafi lagt til rútu sem staðsett var fyr­ir utan húsa­kynni sam­tak­anna svo fólk gat beðið þar eft­ir út­hlut­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert