Frelsi fjölmiðla mest hér

Fjölmiðlafólk að störfum í Höfða
Fjölmiðlafólk að störfum í Höfða mbl.is/Ómar Óskarsson

Norðurlöndin eru fremst í flokki varðandi frelsi fjölmiðla, samkvæmt nýrri skýrslu Fréttamanna án landamæra sem kynnt var í dag. Í fyrsta sæti listans eru Ísland, Finnlandi, Noregur, Danmörk Svíþjóð, Holland og Sviss. Erítrea og Norður-Kórea eru í tveimur neðstu sætum listans.

Samtökin Reporters Without Borders hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af minnkandi frelsi fjölmiðla í ríkjum Evrópusambandsins og segir á vef samtakanna að niðurstaða skýrslunnar sýni og sanni að þessar áhyggjur séu ekki ástæðulausar.

Þrettán af 27 ríkjum ESB eru meðal 20 ríkja þar sem frelsi fjölmiðla er mest en 14 ríkja ESB eru neðarlega á listanum. Ítalía er í sæti 49, Rúmenía 52 og Grikkland og Búlgaría í sæti 70.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert