Gagnaver stækkar

Starfsmenn Thor Data Center við gámaeininguna.
Starfsmenn Thor Data Center við gámaeininguna.

Gagnaver Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið stækkað. Felst stækkunin í gámaeiningu sem margfaldar afkastagetu gagnaversins. Í gámaeiningunni er nýr kælibúnaður. Gagnaverið tók til starfa síðastliðið vor.

Ennfremur er vinna  hafin við uppsetningu nýs hýsingarbúnaðar í sérsmíðuðum vélarsal, sem mun tengjast nýja gámnum.

Þegar þær breytingar hafa verið gerðar margfaldast hýsingargeta Thor Data Center og verður þá undir það búið að sinna mjög stórum fyrirtækjum.

Fyrsti erlendi viðskiptavinur gagnaversins, sem er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software, flutti umtalsverðan hluta af gagnavinnslu sinni hingað til lands í maí síðastliðnum. Að sögn Jóns Viggó Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Thors Data Center er verið að ganga frá nokkrum stórum verkefnum þessa dagana.
 
Í fréttatilkynningu segir að Thor Data Center sé eina gagnaverið á Íslandi sem hannað er frá grunni sem Tier 3 gagnaver, en það er alþjóðleg flokkun yfir gagnaver sem tryggt geta a.m.k. 99.982% uppitíma, sem þýðir að það er nánast alltaf „online“.

Hjá Thor Data Center eru ellefu starfsmenn, meðal annars sérfræðingar í tölvu- og upplýsingamálum, verkefnastjórar og rafvirkjar.

Fyrirtækið hefur tryggt sér kaup á 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum. Í samningnum eru ákvæði um allt að 19,2 megawött ef umsvifin aukast.




 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert