Hærri gjöld og fleiri borga

Undanfarin ár hefur greiðsluþátttaka aldraðra í kostnaði við dvöl á …
Undanfarin ár hefur greiðsluþátttaka aldraðra í kostnaði við dvöl á öldrunarstofnunum aukist jafn og þétt.

Þeim sem búa á hjúkrunar- og dvalarheimilum og taka þátt í rekstrarkostnaði heimilanna hefur fjölgað verulega undanfarin þrjú ár. Um 16% íbúanna greiddu meira en 100.000 krónur á mánuði fyrir dvölina í júlí síðastliðnum.

Greiðsluþátttakan er tekjutengd. Í ár gildir að ef mánaðartekjur íbúa á öldrunar- og hjúkrunarheimilum eru yfir 65.005 kr. á mánuði, eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Greiðslurnar verða þó aldrei hærri en 281.871 kr. á mánuði, en greiðsluhámarkið hefur hækkað um 70.000 krónur frá árinu 2007. Á sama tíma hefur öldrunarrýmum fækkað um rúmlega 350.

Í júlí í ár nam kostnaðarþátttaka íbúa á öldrunarstofnunum tæpum 99 milljónum. Sé gert ráð fyrir að hún sé nokkuð áþekk alla mánuði ársins gæti upphæðin á ársgrundvelli verið tæpir 1,2 milljarðar, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert