Lent vegna matareitrunar farþega

Flugvélar Lufthansa. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flugvélar Lufthansa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. JOHANNES EISELE

Flugvél frá þýska flugvélaginu Lufthansa lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 6:40 í morgun vegna veikinda sem komu upp meðal farþega. Vélin var á leið frá New York til München en var ákveðið að lenda henni í Keflavík þar sem 6 farþegar voru orðnir veikir. Svo virðist sem þeir hafi fengið matareitrun, en það hefur þó ekki fengist staðfest.

Þrír sjúkrabílar biðu við lendingu flugvélarinnar og fluttu farþegana sex á sjúkrahúsið í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli heldur vélin af landi brott klukkan 7:40 og er því aðeins um klukkustundar stopp að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert