Lífeyrissjóðir hefðu borið 75% kostnaðar við skuldalækkun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en ársfundur sambandsins hefst á morgun.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en ársfundur sambandsins hefst á morgun. Ernir Eyjólfsson

Um 75% af kostnaði við þá hug­mynd lækka öll verðtryggð lán um 18% hefði lent á upp­söfnuðum líf­eyri launa­fólks á al­menn­um vinnu­markaði. Þetta seg­ir í drög­um að álykt­un um hús­næðismál og greiðslu­vanda heim­il­anna sem lögð verður fyr­ir árs­fund ASÍ sem hefst á morg­un.

Á drög­un­um seg­ir að megnið af greiðslu- og skulda­vanda launa­fólks megi rekja til at­vinnu­leys­is og sam­drátt­ar í kaup­mætti, ótak­markaðs aðgangs að láns­fé, fast­eigna­bólu, ólög­mætr­ar lána­starf­semi og geng­is­tryggðra lána geng­is­hruns, verðbólgu og of hárra vaxta.

„Stjórn­völd reistu eng­ar varn­ir fyr­ir al­menn­ing sem varð sak­laust fórn­ar­lamb spila­vít­is­hag­kerf­is frjáls­hyggj­unn­ar, eft­ir­lits­leys­is og skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi í fjár­mála­kerf­inu. Stjórn­völd þverskölluðust við laga­setn­ingu um þvingaða aðlög­un á greiðslu­byrði að greiðslu­getu þar til í óefni var komið.“

Í álykt­un­ar­drög­un­um seg­ir að í hvert sinn sem stjórn­völd hafi kynnt nýtt úrræði til lausn­ar skulda­vanda heim­il­anna hafa ein­stak­ir ráðherr­ar, stjórn­ar­liðar og stjórn­ar­andstaða boðað nýj­ar og enn rót­tæk­ari aðgerðir sem eng­in inni­stæða hef­ur verið fyr­ir en sem hafa tafið og latt fram­kvæmd gild­andi úrræða.

„75% af kostnaði við nýj­ustu hug­mynd stjórn­valda um 18% niður­skurð allra verðtryggðra lána lend­ir á upp­söfnuðum líf­eyri launa­fólks á al­menn­um vinnu­markaði meðan ráðherr­ar, alþing­is­menn, emb­ætt­is­menn og þeir starfs­menn rík­is- og sveit­ar­fé­laga sem eru í op­in­beru stétt­ar­fé­lög­um bera eng­an skaða af. Al­mennu launa­fólki er ætlað að borga brús­ann,“ seg­ir í drög­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert