Ráðherra í stríð við sjómenn

Sjómenn hafa um ýmislegt að ræða.
Sjómenn hafa um ýmislegt að ræða.

Hags­muna­sam­tök sjó­manna leggj­ast ákveðið gegn hug­mynd­um Jóns Bjarna­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um leigu­gjald á til­tekn­um fisk­teg­und­um.

Á aðal­fundi Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda var fyr­ir­ætl­un­um ráðherra harðlega mót­mælt og sagt að hann hefði kastað stríðshanska inn í grein­ina, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Sæv­ar Gunn­ars­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ir sam­bandið leggj­ast gegn allri leigu á kvóta „vegna þess að karl­arn­ir okk­ar eru látn­ir borga leigu­gjald til þeirra sem eru hand­haf­ar kvót­ans hverju sinni“.

Árni Bjarna­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, seg­ir að samn­ing­ar séu í upp­námi. Áður hef­ur formaður LÍU sagt hug­mynd­irn­ar galn­ar.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka