Ráðherra í stríð við sjómenn

Sjómenn hafa um ýmislegt að ræða.
Sjómenn hafa um ýmislegt að ræða.

Hagsmunasamtök sjómanna leggjast ákveðið gegn hugmyndum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um leigugjald á tilteknum fisktegundum.

Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda var fyrirætlunum ráðherra harðlega mótmælt og sagt að hann hefði kastað stríðshanska inn í greinina, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir sambandið leggjast gegn allri leigu á kvóta „vegna þess að karlarnir okkar eru látnir borga leigugjald til þeirra sem eru handhafar kvótans hverju sinni“.

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir að samningar séu í uppnámi. Áður hefur formaður LÍU sagt hugmyndirnar galnar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert