Sektuð fyrir að reka ljósmyndastofur

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur sektað tvenn hjón fyr­ir að reka ljós­mynda­stof­ur án til­skil­inna rétt­inda. At­vinnu­ljós­mynd­ar­ar kærðu hjón­in á síðasta ári fyr­ir rekst­ur ljós­mynda­stof­anna, sem rekn­ar voru á heim­il­um hjón­anna í Hafnar­f­irði og Garðabæ. 

Um er að ræða tvö aðskil­in mál. Fólkið aug­lýsti starf­sem­ina á net­inu og í síma­skránni. Hóp­ur ljós­mynd­ara kærði starf­semi ljós­mynda­stof­anna til lög­reglu í mars á síðasta ári en lög­regl­an taldi sig ekki hafa laga­heim­ild til að stöðva rekst­ur­inn. Sam­tök iðnaðar­ins kærðu þá niður­stöðu til rík­is­sak­sókn­ara,a, var ákvörðun lög­reglu­stjóra um frá­vís­un máls­ins kærð til rík­is­sak­sókn­ara og vísuðu m.a. til þess að iðnrétt­indi ljós­mynd­ara njóti lög­vernd­un­ar. Felldi rík­is­sak­sókn­ari ákvörðun lög­regl­unn­ar úr gildi og lagði fyr­ir hana að hefja rann­sókn. Ákæra var síðan gef­in út í júní á þessu ári. 

Í báðum mál­un­um bar fólkið því fyr­ir sig að það ræki ekki ljós­mynda­stofu held­ur graf­íska vinnslu á ljós­mynd­um. Dóm­ur­inn taldi hins veg­ar að um hefði verið að ræða ljós­mynda­stof­u­r­ekst­ur að stór­um hluta og sak­felldi hjón­in fyr­ir brot á iðnaðarlög­um með því að hafa rekið  lög­gilta iðngrein án þess að hafa meist­ara til for­stöðu. Var fólkið, hvert um sig, dæmt til að greiða 150 þúsund krón­ur í sekt auk sak­ar­kostnaðar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert