Starfsmannafélag Reykjavíkur ósátt við OR

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Árni Sæberg

Starfs­manna­fé­lag Reykja­vík­ur­borg­ar sendi frá sér álykt­un í dag þar sem lýst er yfir von­brigðum með áform Orku­veitu Reykja­vík­ur um upp­sagn­ir.

Í álykt­un­inni seg­ir að það sé skoðun Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borg­ar að fyrst hefði  þurft að kanna til aðrar leiðir og fá úr þeim niður­stöðu. Í því sam­bandi er nefnt eigna­sala, gjald­taka af ým­issi þjón­ustu og aðrar  hagræðing­ar í rekstri.

Fé­lagið hef­ur einnig áhyggj­ur af því að starfs­menn, sem unnið hafi fyr­ir fyr­ir­tækið í fjölda ára og sagt verði upp, eigi marg­ir hverj­ir erfitt með að kom­ast inn á vinnu­markað að nýju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert