Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst er yfir vonbrigðum með áform Orkuveitu Reykjavíkur um uppsagnir.
Í ályktuninni segir að það sé skoðun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að fyrst hefði þurft að kanna til aðrar leiðir og fá úr þeim niðurstöðu. Í því sambandi er nefnt eignasala, gjaldtaka af ýmissi þjónustu og aðrar hagræðingar í rekstri.
Félagið hefur einnig áhyggjur af því að starfsmenn, sem unnið hafi fyrir fyrirtækið í fjölda ára og sagt verði upp, eigi margir hverjir erfitt með að komast inn á vinnumarkað að nýju.