Sýknaður af aðild að bókaþjófnaði

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Ara Gísla Bragason, forsvarsmann fornbókaverslunarinnar Bókarinnar, af ákæru fyrir hylmingu en honum var gefið að sök að hafa tekið við bókum, sem hann mátti vita að væru stolnar.

Annar maður játaði að hafa stolið 296 fornbókum og 8 Íslandskortum úr húsnæði móðurömmu sinnar á tímabilinu september 2006 til mars 2007 og afhent selt hluta bókanna og öll kortin í Bókinni.  Alls voru bækurnar og kortin, sem maðurinn stal, metin á 40 milljónir króna.

Héraðsdómur segir, að engum vitnisburði sé að dreifa um að Ari Gísli hafi vitað um auðgunarbrot hins mannsins. Þá sé framburður hans, um að hann hafi tekið við bókunum í góðri trú, trúverðugur og verðið sem hann greiddi fyrir bækurnar hafi verið hærra en þjófurinn vænti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert