Um 6000 heimili fengu fjárhagsaðstoð í fyrra

Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. Ernir Eyjólfsson

Heimili sem fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum hefur fjölgað ár frá ári síðustu ári. Í fyrra fengu tæplega 6.000 heimili fjárhagsaðstoð, en um 5.000 árið 2008 og 4.300 árið 2007.

Þessar upplýsingar verða lagðar fyrir ársfund ASÍ sem hefst á morgun. Aðsókn í aðstoð hjálparsamtaka hefur einnig aukist. 

Aukin fjárhagsaðstoð helst í hendur við aukið atvinnuleysi. Fyrir þá einstaklingar sem missa atvinnu og eiga engan eða lítinn rétt til atvinnuleysisbóta er fjárhagsaðstoð sveitafélaganna sú lágmarks framfærsla sem hinu opinbera ber að tryggja. Um 40% þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð í fyrra var fólk án atvinnu.

Samkvæmt leiðbeiningum sem félagsmálaráðuneytið gefur út og flest sveitarfélög taka mið af, skal fjárhagsaðstoð til einstaklings 18 ára og eldri miðast að lágmarki við grunnupphæðina kr. 125.540 á mánuði og fjárhagsaðstoð hjóna m.v. 1,6 falda grunnfjárhæð eða kr. 200.864. Frá grunnfjárhæð dragast allar tekjur en við bætast húsaleigu- eða vaxtabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert