Félagið Vantrú, hefur sent mannréttindaráði Reykjavíkur bréf, þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með hugmyndir ráðsins um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög.
Í bréfinu segir að Vantrú hafi í mörg ár reynt að benda á mikilvægi hlutleysis skóla í trúmálum „og fyrir vikið höfum við fengið á okkur ásakanir og árásir líkar þeim sem þið megið nú þola,“ eins og segir í bréfinu.
Í bréfinu segir að það sé sent vegna árása kirkjunnar manna á Mannréttindaráð Reykjavíkur.
Bréfið má lesa í heild á vefsíðu Vantrúar