Vilja fríverslunarviðræður við Bandaríkin

Íslendingar hafa selt landbúnaðarvörur til Bandaríkjanna.
Íslendingar hafa selt landbúnaðarvörur til Bandaríkjanna.

Fjórir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að utanríkisráðherra verði falið að óska eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um fríverslunarsamning.

Það er Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks, sem leggur tillöguna fram en að henni standa einnig þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og VG.

Í greinargerð með tillögunni segir, að leita beri allra leiða til þess að styrkja stoðir íslensk efnahagslífs á erfiðum tímum. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin ætti að skapa framtíðarmöguleika, ný og eftirsóknarverð tækifæri á fjölmörgum sviðum.

Er m.a. nefnt að slíkur samningur feli í sér mikil tækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Þá gæti einnig orðið hagkvæmt að flytja hálfunnar vörur frá Bandaríkjunum til Íslands, fullvinna þær hér á landi og selja í öðrum Evrópulöndum. Náilöndin samningum um upprunareglur gætu fjölmörg störf skapast hér á landi í tengslum við fríverslunarsamninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert