Vilja fríverslunarviðræður við Bandaríkin

Íslendingar hafa selt landbúnaðarvörur til Bandaríkjanna.
Íslendingar hafa selt landbúnaðarvörur til Bandaríkjanna.

Fjór­ir þing­menn hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að ut­an­rík­is­ráðherra verði falið að óska eft­ir viðræðum við rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna um fríversl­un­ar­samn­ing.

Það er Birg­ir Þór­ar­ins­son, varaþingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sem legg­ur til­lög­una fram en að henni standa einnig þing­menn úr Sjálf­stæðis­flokki og VG.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir, að leita beri allra leiða til þess að styrkja stoðir ís­lensk efna­hags­lífs á erfiðum tím­um. Fríversl­un­ar­samn­ing­ur við Banda­rík­in ætti að skapa framtíðarmögu­leika, ný og eft­ir­sókn­ar­verð tæki­færi á fjöl­mörg­um sviðum.

Er m.a. nefnt að slík­ur samn­ing­ur feli í sér mik­il tæki­færi fyr­ir ís­lensk­ar land­búnaðar­vör­ur. Þá gæti einnig orðið hag­kvæmt að flytja hálf­unn­ar vör­ur frá Banda­ríkj­un­um til Íslands, full­vinna þær hér á landi og selja í öðrum Evr­ópu­lönd­um. Nái­lönd­in samn­ing­um um upp­run­a­r­egl­ur gætu fjöl­mörg störf skap­ast hér á landi í tengsl­um við fríversl­un­ar­samn­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert