Atvinnuleysisbætur verði greiddar í 4 ár

Langtímuatvinnuleysi er vaxandi vandamál hér á landi.
Langtímuatvinnuleysi er vaxandi vandamál hér á landi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðbjart­ur Hann­es­son, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, sagði á árs­fundi ASÍ að hann væri að skoða að lengja þann tíma sem fólk gæti verið á at­vinnu­leys­is­bót­um úr 3 árum í 4 ár. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, fagnaði þess­ari yf­ir­lýs­ingu.

Lára Björns­dótt­ir, formaður Vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar, flutti er­indi á árs­fund­in­um og hún sagði afar brýnt að breyta regl­um þannig að fólk sem væri at­vinnu­laust dytti ekki út af bót­um eft­ir þrjú ár. Nú­gild­andi regl­ur hefðu verið sett­ar þegar hér var mjög lítið at­vinnu­leysi. Nú væri staðan breytt og það væri stór hóp­ur fólks sem væri at­vinnu­laust í lang­an tíma. Hún sagðist vilja sjá þenn­an tíma fara úr þrem­ur árum í fimm ár.

Lára fjallaði um starf Vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar sem sett var á stofn í árs­byrj­un 2009. Hún sagði að í starfi henn­ar hefði komið í ljós að það skorti sár­lega upp­lýs­ing­ar um fé­lags­lega- og efna­hags­lega stöðu fólks sem væri í vanda. Þetta leiddi til þess að þegar stjórn­völd væru að grípa til aðgerða þá væru þau ekki með nægi­lega traust­an grunn und­ir aðgerðunum og vissu oft ekki hvaða af­leiðing­ar þær hefðu. Þetta væri ís­lenska aðferðina, að gera eitt­hvað án þess að hafa al­menni­lega vitn­eskju um ár­ang­ur eða hvers eðlis vand­inn væri.

Lára sagði að Vel­ferðar­vakt­in væri núna að vinna að fé­lags­vís­um sem ættu að treysta bet­ur grund­völl þeirra aðgerða sem stjórn­völd vildu grípa til.

Lára hvatti full­trúa á árs­fundi ASÍ að vera á verði gagn­vart ákvörðunum sem tekn­ar verða um húsa­leigu­bæt­ur í tengsl­um við gerð fjár­laga. Margt fá­tækt fólk væri í leigu­hús­næði og það mætti ekki eyðileggja kerfi húsa­leigu­bóta. Það gæti haft mjög slæm­ar af­leiðing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert