„Bæklingurinn með upplýsingum um frambjóðendur verður heldur stærri en við áttum von á, en þetta verður engin símaskrá.“
Þetta segir Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, í Morgunblaðinu í dag um kynningarbæklinginn sem gefa á út vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember, þar sem um 500 manns buðu sig fram.
„Við bjuggumst við 2-300. Það komast sex frambjóðendur á síðu og það er búið að plana ýmislegt enda þarf að vinna þetta hratt þar sem stutt er í kosningarnar,“ sagði Hjalti.