Bót vill bætt samfélag

Félagar í samtökunum ásamt forseta Íslands á Bessastöðum í gær.
Félagar í samtökunum ásamt forseta Íslands á Bessastöðum í gær.

Sam­tök­in Bót funduðu með for­seta Íslands á Bessa­stöðum í gær, þar sem þess var farið á leit við for­set­ann að hann legði frum­varp fyr­ir Alþingi sem kvæði á um út­reikn­ing á fram­færslu og viðmiðum til nauðþurfta.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um. Þar seg­ir að ís­lenska ríkið eigi að tryggja að eng­inn ís­lensk­ur borg­ari verði und­ir þeim viðmiðum fram­færslu sem reiknuð eru til nauðþurfta.

Sam­tök­in benda á að líf fólk sé  í hönd­um hjálp­ar­stofn­anna, ríkið og sveita­fé­lög hafi ekki sinnt sín­um lög­bundna hlut­verki að tryggja nauðþurft­ir al­menn­ings.

Guðmund­ur Guðlaugs­son, fé­lagi í sam­tök­un­um, seg­ir að allt sé full­reynt,  eina úrræðið sem eft­ir er, sé að for­seti Íslands leggi fram laga­frum­varp sem kveði á um út­reikn­ing á fram­færslu og viðmiðum til nauðþurfta. 

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir: „Landið er stjórn­laust, þingið virk­ar illa, vegna úlfúðar og karps um einskis­verða hluti meðan þjóðinni blæðir.  Þing og stjórn lúta þar eng­um venju­leg­um lög­mál­um.“

„Stétt­ar­fé­lög­in hafa ekki verið að standa sig vel í kjara­samn­ing­um,“seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að lægstu laun séu lægri en bæt­ur.

Í sam­tök­un­um Bót er fyrst og fremst fólk sem hef­ur fram­færi sitt af ör­orku-, fé­lags- at­vinnu­leys­is­bót­um og elli­líf­eyri. Sam­tök­in hafa staðið fyr­ir borg­ar­a­fundi í Ráðhúsi Reykja­vík­ur og hyggja á sams­kon­ar fundí Saln­um í Kópa­vogi næst­kom­andi þriðju­dag 26. októ­ber.

„Það eru svo marg­ir að fjalla um fá­tækt, en eng­inn þeirra er fá­tæk­ur. En við höf­um reynsl­una,“ seg­ir Guðmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert