Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir því við framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnana að þeir segi ekki upp starfsfólki fyrr en Alþingi hafi afgreitt fjárlagafrumvarpið í desember og fyrir liggi hver niðurstaðan varðandi fjárveitingar verður.
Hópur á vegum ráðuneytisins er nú á ferð um landið og heldur fundi með framkvæmdastjórum heilbrigðisstofnana og heimamönnum til að safna upplýsingum um stöðu mála þar sem til stendur að skera niður fjárveitingar.
Guðbjartur upplýsti þetta í umræðu utan dagskrár á Alþingi um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.