Erum að ná botninum

Frá ársfundi ASÍ í dag
Frá ársfundi ASÍ í dag mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það hill­ir und­ir að við náum botni á verstu efna­hagskreppu lýðveld­is­tím­ans,“ sagði Ólaf­ur Darri Andra­son, hag­fræðing­ur ASÍ sem kynnti nýja hags­spá ASÍ á árs­fundi sam­bands­ins. ASÍ spá­ir 1,7% hag­vexti á næsta ári, en Ólaf­ur Darri seg­ir að hann verði næst­um tvö­falt meiri ef farið verði út í fram­kvæmd­ir við Helgu­vík.

Í hagspá ASÍ fyr­ir næsta ár er miðað við að farið verði út í fram­kvæmd­ir við Straums­vík sem kynnt­ar hafa verið, en ekki er reiknað með fram­kvæmd­um við ál­verið í Helgu­vík eða orku­fram­kvæmd­um sem því tengj­ast. Ólaf­ur Darri sagði eng­an vafa leika á að það myndi skipta mjög miklu máli ef vinna við ál­verið í Helgu­vík færi í full­an gang. Reiknað væri með að um 1300 manns fengju vinnu meðan á fram­kvæmd­um stæði.

„Við höf­um orðið fyr­ir gríðarlegu áfalli,“ sagði Ólaf­ur Darri í upp­hafi ræðu sinn­ar. „Frá hrun­inu erum við búin að tapa einni krónu af hverj­um 10 út úr verðmæta­sköp­un­inni. Það þýðir að við höf­um orðið af ár­legri verðmæta­sköp­un upp á 160 millj­örðum.“

Ólaf­ur Darri sagði að vöxt­ur­inn væri enn hæg­ur og því yrði staða heim­il­anna áfram þröng. Um 12.500 manns voru án vinnu í sept­em­ber og Ólaf­ur Darri sagði ljóst að áfram yrði veru­legt at­vinnu­leysi hér á landi ef ekki tæk­ist að auka fjár­fest­ingu.

Árið 2006 var fjár­fest­ing hér á landi um 600 millj­arðar, en þá voru fram­kvæmd­ir á Aust­ur­landi í há­marki og mik­il þennsla á fast­eigna­markaði. Í fyrra dróst fjár­fest­ing sam­an um helm­ing og í ár er spáð að fjár­fest­ing verði um 180 millj­arðar.

Ólaf­ur Darri sagði að þetta mikla hrun í fjár­fest­ingu hefði slæm áhrif á vinnu­markaði þegar til skamms tíma væri litið, en þegar til lengri tíma væri litið væri þetta líka slæmt því að lít­il fjár­fest­ing kæmi niður á framtíðar­tekj­um okk­ar.

Ólaf­ur Darri sagði að þrátt fyr­ir að gengi krón­unn­ar hefði lækkað veru­lega og dregið hefði úr inn­flutn­ingi vær­um við enn að safna skuld­um í út­lönd­um. Hann sagði ljóst að það væri ekki hægt að „svelta sig út úr vand­an­um“ eins og hann komst að orði. Við yrðu að auka tekj­ur okk­ar með auk­inni at­vinnu­sköp­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert