Fjórir í varðhald - lagt hald á sex milljónir

Fjór­ir karl­ar hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 4. nóv­em­ber að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Menn­irn­ir, sem eru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar og á þrítugs- og fer­tugs­aldri, voru hand­tekn­ir í Reykja­vík og Gríms­nesi í gær en rann­sókn lög­reglu snýr að ætlaðri fram­leiðslu fíkni­efna, sölu þeirra og dreif­ingu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Fimm hús­leit­ir voru fram­kvæmd­ar sam­hliða í Reykja­vík, Reykja­nes­bæ og Gríms­nesi. Lagt var hald á am­feta­mín og kókaín og um 2 kg af marijú­ana auk fjár­muna, eða um 6 millj­ón­ir króna í reiðufé sem álitið er að sé afrakst­ur fíkni­efna­sölu.

Lög­regla tók einnig í sína vörslu ýmis önn­ur verðmæti og hluti sem tald­ir eru tengj­ast ætlaðri brot­a­starf­semi.

Við áður­nefnd­ar aðgerðir naut lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu aðstoðar lög­regluliðanna á Sel­fossi og Suður­nesj­um auk lög­reglu­manna frá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert