Hesthús á ferð og flugi

Vöruflutningabílar fluttu húsin frá gamla svæði Gustara á það nýja …
Vöruflutningabílar fluttu húsin frá gamla svæði Gustara á það nýja í kvöld. mbl.is/Ómar

Hestamannafélagið Gustur byggir nú upp aðstöðu á nýju athafnasvæði sínu á Kjóavöllum í Kópavogi.

Nokkuð hefur verið um það að eigendur hesthúsa á Glaðheimasvæðinu flytji þau á nýja svæðið. Hermann Vilmundarson, formaður Gusts, segir að auk þess sé verið að byggja um 100 ný hesthús á svæðinu. 

„Þetta er heitasta byggingarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu í dag,“ sagði Hermann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka