Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, sagði í ræðu, sem hann hélt í Bandaríkjunum í fyrradag að skuldir Íslands við Hollendinga og Breta vegna Icesave skuldarinnar væru líklega minni en hingað til hefur verið talið.
Hann sagði að verðgildi eigna Landsbankans hefði aukist mikið að undanförnu og það vekti vonir.
Már sagði einnig í ræðu sinni að þriðja endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yrði gerð fyrir lok ársins. Aflétta þyrfti hömlum eins fljótt og auðið yrði.