Má ekki mæta bankastjóra

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að svo skýrt væri tekið fram í lögum um Bankasýslu ríkisins að stjórnmálamenn skipti sér ekki af rekstri bankanna, að það jaðri við að hann þurfi að leggja lykkju á leið sína þegar hann mætir bankastjóra á götu.

Steingrímur var að svara fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við því, að Bankasýsla ríkisins hefði hefði farið á skjön við lög og reglur þegar Framtakssjóðurinn keypti eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum.

Guðlaugur Þór var ekki vera ánægður með svör ráðherra og sagði hann hafa eytt tveimur mínútum í tóman útúrsnúning. Steingrímur sagði það væru óútskýrðar fullyrðingar þingmannsins að farið hefði verið á svig við lög og reglur. Útskýrt hefði verið af hálfu Landsbankans og Bankasýslunnar hvað gerðist þegar Landsbankinn og Framtakssjóðurinn sameinuðust um eignarhald á stórum fyrirtækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert