Reykjanesbær fær hæsta framlagið

Horft yfir Reykjanesbæ.
Horft yfir Reykjanesbæ.

Reykja­nes­bær fær hæsta tekju­jöfn­un­ar­fram­lagið úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, sam­kvæmt til­lögu ráðgjaf­ar­nefnd­ar sjóðsins. Fær Reykja­nes rúm­ar 211 millj­ón­ir króna úr sjóðnum, Rangárþing eystra fær 82 millj­ón­ir og Eyja­fjarðarsveit 74 millj­ón­ir. Alls er út­hlutað 1228 millj­ón­um króna á þessu ári.

Í dag koma ¾ hlut­ar af áætluðu fram­lagi til greiðslu eða sam­tals um 921 millj­ón króna.  Upp­gjör fram­lag­anna  fer fram fyr­ir ára­mót á grund­velli leiðréttr­ar skrár um álagðar skatt­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna.

Listi yfir fram­lög­in

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert