Segja ráðherra brjóta lög

Útvegsmenn á Snæfellsnesi mótmæla vinnubrögðum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra varðandi stjórnun fiskveiða. Þeir segja ráðherra ekki hafa haft neitt samráð við atvinnugreinina við ákvarðanatöku sína.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útgerðarmannafélagi Snæfellsness. Þar segir að  engar haldbærar rannsóknir bendi til annars en að dragnót sé skaðlaust veiðarfæri, en lokað hefur verið dragnótaveiðar á stórum veiðisvæðum. Dragnótaveiðar hafi verið ein af meginstoðum útgerðar á svæðinu.

Einnig er ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa frjálsar rækjuveiðar gagnrýnd, en í tilkynningunni staðhæfa útgerðarmennirnir að þar hafi ráðherra gengið gegn öllum hagsmunasamtökum og hafi auk þess brotið lög.

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni á vefsíðu LÍÚ


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert