Segja vegið að faglegum heiðri kennara

Kristján Kristjánsson

Stjórn félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er yfir óánægju með drög að tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkur um ýmis atriði er lúta að kennslu greinarinnar.  Í tillögum ráðsins þykir félaginu vegið að faglegum heiðri kennarastéttarinnar.

Í tilkynningunni segir að félagið vilji benda borgaryfirvöldum á að kennarar virði uppeldisrétt foreldra.  Almenna kennslu í trúarbragðafræðum eigi því ekkert foreldri/forráðamaður að þurfa að óttast, því kennarar séumeðvitaðir um hlutverk sitt.


Kennurum sé einnig treystandi hvað varðar val á samstarfsaðilum í vettvangsferðum og útfærslu kennsluhugmynda. 

Það er skoðun stjórnar félagsins að virða beri sjálfstæði skólanna  og styrkja þá enn frekar í samstarfi og samskiptum við nærsamfélag sitt.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert