Suðurnesin afskipt

84 hjúkrunarrými eru á Suðurnesjum en 221 á Vesturlandi, en …
84 hjúkrunarrými eru á Suðurnesjum en 221 á Vesturlandi, en fjöldi íbúa 67 ára og eldri er svipaður á þessum svæðum. mbl.is/Helgi

Ríkið ver mun minni fjármunum til verkefna á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum. Á þetta til dæmis við um símenntun, atvinnuráðgjöf og menningu.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur tekið saman framlög ríkisins til nokkurra þátta, deilt á hvern íbúa og borið saman við aðra landshluta. Munurinn er margfaldur, sérstaklega þegar framlög til Suðurnesja og í sumum tilvikum Suðurlands eru borin saman við fjarlægari landshluta eins og til dæmis Vestfirði, Norðurland vestra og Austfirði.

Greinilegt er að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur áhrif á hvert straumur peninganna úr ríkiskassanum liggur. Á þetta ekki síst við um framlög til símenntunar, atvinnuráðgjafar og menningarsamninga, segir í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert