Tvö dæluskip í Landeyjahöfn

Landeyjahöfn.
Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Það óhapp varð í dag, þegar verið var að dýpka Landeyjahöfn, að mikið efnisfarg neðansjávar hrundi yfir dælurör sanddæluskipsins Perlunnar og festi það. Siglingastofnun segir, að þessa stundina sé unnið að því að ná rörinu upp og ætti á morgun að verða ljóst hvenær Perlan getur aftur hafið dælingu.

Til að hraða málum hefur verið ákveðið að nota til viðbótar dýpkunarskipið Sóley og er það nú á leið austur. Sóley er stærra og afkastameira skip en Perlan en nýtist þó aðeins utan hafnarinnar. Verkefni skipsins verður að hreinsa frá það efni sem borist hefur að höfninni og auka þannig svigrúm í innsiglingu.

Gert er ráð fyrir að Sóley verði komin á staðinn um miðnætti og tekur þá til óspilltra málanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert