Afhentu Einari Erni áfengisstefnu

Heimdellingar afhenda Einari Erni tillögu sína að áfengisstefnu Reykjavíkur.
Heimdellingar afhenda Einari Erni tillögu sína að áfengisstefnu Reykjavíkur.

Fulltrúar Heimdallur, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heimsóttu Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúa Besta flokksins og afhenti honum tillögu sína að áfengisstefnu Reykjavíkurborgar.

Í ályktun frá félaginu er því andmælt að frekari skorður verði settar við áfengissölu í Reykjavík en í bókun Besta flokksins á borgarráðsfundi í síðustu viku kom fram að eftir setningu reykingabannsins kynni rökrétt framhald að vera að banna sölu áfengis á veitingastöðum borgarinnar.

Stjórn Heimdallar segist vera þeirrar skoðunar, að ætli Reykjavíkurborg að setja sér áfengisstefnu, yfir höfuð, ætti hún að vera á þá leið að borgarstjórn Reykjavíkur eigi ekki að skipta sér af drykkjuvenjum borgarbúa eða hvort veitingastaðir borgarinnar selji áfengi. Það sé ekki hlutverk borgarinnar að hafa vit fyrir borgarbúum, enda  fullorðið fólk fullfært um að taka ákvörðun um neyslu sína, og súpa seiðið af henni, sé hún óhófleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert