Áfram 7,5% tollur á Kindle

Kindle DX lestölva frá Amazon.
Kindle DX lestölva frá Amazon.

Toll­stjóri hef­ur  fall­ist  að Kindle lest­ölv­ur, sem banda­ríska net­sal­an Amazon sel­ur, hafi verið rangt flokkuð í toll­skrá. Ný flokk­un á tölv­unni breyt­ir þó ekki því, að tölv­an ber áfram 7,5% inn­flutn­ing­stoll. 

Kindle lest­ölv­an, sem nota má til að sækja bæk­ur frá Amazon á net­inu og lesa þær, var flokkuð í vöru­flokk 8521: myndupp­töku­tæki eða mynd­flutn­ings­tæki,   einnig með inn­byggðum mynd­mót­tak­ara.

Maður, sem flutti slíka tölvu til lands­ins kærði toll­flokk­un­ina til toll­stjóra og taldi að tölv­an ætti að falla und­ir vöru­flokk 8471: sjálf­virk­ar gagna­vinnslu­vél­ar og ein­ing­ar til þeirra; les­ara fyr­ir seg­ull­et­ur eða ritlet­ur, vél­ar til að um­skrá gögn á gagnamiðla á tákn­máli og vél­ar til að vinna úr slík­um gögn­um. Slík­ar vél­ar bera eng­an inn­flutn­ing­stoll.

Toll­stjóri féllst á að Kindle væri rangt flokkuð en komst að því að hún ætti heima í flokki 8543: raf­magnsvél­um og -tækja­búnaði til sér­stakra nota. Sem slík ber hún einnig 7,5% toll.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert