Marta Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður mannréttindaráðs, segist óánægð með tillögu um aðskilnað skólastarfs og starfsemi trúfélaga í Reykjavíkurborg.
Hún segir skrýtið að verið sé að stofna til óvinafagnaðar á erfiðum tímum í þjóðfélaginu þegar þjóðin þurfi einna mest á því að halda að standa sameinuð.
„Þeirra tillaga er bara boð og bönn á sama tíma og við stöndum fyrir umburðarlyndi og víðsýni í þessum efnum. Nái tillagan fram að ganga verður ekki leyfilegt að syngja þjóðsönginn í skólum, því hann er sálmur og hefst á „Ó, guð vors lands“. Hversu langt ætla menn að ganga spyr ég bara.“
Marta bendir á að aldrei hafi verið haft samráð við foreldra eða borgarbúa um hvað þeir vilji í þessum efnum.