Dreginn til Danmerkur

Dráttarbáturinn Westsund leggur af stað með Lóm til Danmerkur. Myndin …
Dráttarbáturinn Westsund leggur af stað með Lóm til Danmerkur. Myndin er tekin af vef Þorgeirs Baldurssonar.

Dráttarbátur lagði af stað í gær með skipið Lóm í eftirdragi áleiðis til Danmerkur en þangað hefur skipið verið selt í brotajárn. Skipið hefur legið í Kópavogshöfn. 

Fram kemur á heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar, að Landsbankinn hafi verið síðasti eigandi skipsins, sem hafi meðal annars borið nöfnin Ottó Wathne NS,  Hjalteyrin EA og Lómur HF.

Bloggvefur Þorgeirs Baldurssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert