Dráttarbátur lagði af stað í gær með skipið Lóm í eftirdragi áleiðis til Danmerkur en þangað hefur skipið verið selt í brotajárn. Skipið hefur legið í Kópavogshöfn.
Fram kemur á heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar, að Landsbankinn hafi verið síðasti eigandi skipsins, sem hafi meðal annars borið nöfnin Ottó Wathne NS, Hjalteyrin EA og Lómur HF.
Bloggvefur Þorgeirs Baldurssonar