Enga eldsneytisflutninga á daginn

Við Hvalfjarðargöngin
Við Hvalfjarðargöngin Árni Sæberg

Stjórn Samtaka sveitarfélaga hefur sent stjórn Spalar, rekstraraðila Hvalfjarðarganganna, og samgönguráðuneytinu bréf þar sem hvatt er til að vegna öryggismála verði eldsneytisflutningar einungis heimilaðir um Hvalfjarðargöng utan dagtíma.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns í dag. Þar segir að bréfið sé samhljóða ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í september  Spölur hefur svarað samtökunum, þar segir að ákvörðun um að leyfa eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng hafi einungis verið tekin á vettvangi ráðuneytisins á sínum tíma.

Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri Spalar segir að gildandi reglugerð um eldsneytisflutninga hafi verið gefin út 2003 af lögreglustjóranum í Reykjavík.

Fréttin á vef Skessuhorns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert