Framlög til húsaleigubóta lækka um milljarð

Til stend­ur að lækka húsa­leigu­bæt­ur um einn millj­arða króna sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir að þessi lækk­un sé reiðarslag fyr­ir fá­tækt fólk.

„Húsa­leigu­bæt­ur eru hugsaðar sem styrk­ur til fé­lags­legs hús­næðis, til náms­mann og til þeirra sem eru á lág­um tekj­um,“ seg­ir Gylfi.

Hann seg­ir að í fjár­laga­frum­varp­inu segi með al­menn­um orðum að rík­is­stjórn­in áformi að fella niður fram­lög til sveit­ar­fé­lag­anna vegna þessa mála­flokks. Það þýði að fram­lög sveit­ar­fé­lag­anna lækki um 400 millj­ón­ir og rík­is­ins um 600 millj­ón­ir.

Í fe­brú­ar 2008 samdi ASÍ við stjórn­völd um 45% hækk­un húsa­leigu­bóta og að húsa­leigu­bæt­ur fylgdu verðlagi eft­ir það. „Nú á að fella niður fram­lög­in vegna þeirr­ar hækk­un­ar. Þetta fel­ur í sér 30% lækk­un. Það er al­veg ljóst að þetta mun verða reiðarslag fyr­ir fá­tækt fólk,“ seg­ir Gylfi.

Lára Björns­dótt­ir, formaður Vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar, varaði við því á árs­fundi ASÍ, í gær að fram­lög til húsa­leigu­bóta yrðu lækkuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert