Framlög til húsaleigubóta lækka um milljarð

Til stendur að lækka húsaleigubætur um einn milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að þessi lækkun sé reiðarslag fyrir fátækt fólk.

„Húsaleigubætur eru hugsaðar sem styrkur til félagslegs húsnæðis, til námsmann og til þeirra sem eru á lágum tekjum,“ segir Gylfi.

Hann segir að í fjárlagafrumvarpinu segi með almennum orðum að ríkisstjórnin áformi að fella niður framlög til sveitarfélaganna vegna þessa málaflokks. Það þýði að framlög sveitarfélaganna lækki um 400 milljónir og ríkisins um 600 milljónir.

Í febrúar 2008 samdi ASÍ við stjórnvöld um 45% hækkun húsaleigubóta og að húsaleigubætur fylgdu verðlagi eftir það. „Nú á að fella niður framlögin vegna þeirrar hækkunar. Þetta felur í sér 30% lækkun. Það er alveg ljóst að þetta mun verða reiðarslag fyrir fátækt fólk,“ segir Gylfi.

Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, varaði við því á ársfundi ASÍ, í gær að framlög til húsaleigubóta yrðu lækkuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert