Frumvarp um gengislán lagt fram

Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, lagði frum­varp um geng­is­bund­in lán fram á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Að sögn ráðuneyt­is­ins er  mark­mið frum­varps­ins að tryggja öll­um ein­stak­ling­um sem tóku geng­is­bund­in fast­eigna­veðlán eða bíla­lán lægri eft­ir­stöðvar, til sam­ræm­is við dóm Hæsta­rétt­ar frá 16. sept­em­ber sl.

Rúm­lega 37 þúsund heim­ili eru með slík lán, en það eru þriðjung­ur heim­ila í land­inu. Skuld­ir heim­il­anna lækka um 40-50 millj­arða króna við þetta eða að meðaltali um nærri eina og hálfa millj­ón á heim­ili með geng­is­bundið lán, að sögn ráðuneyt­is­ins.

Efna­hags- og viðskiptaráðuneytið seg­ir, að mark­mið frum­varps­ins sé að tryggja sann­girni, þ.e. að all­ir lán­tak­end­ur fái þann ávinn­ing sem dóm­ur Hæsta­rétt­ar boðar, óháð orðalagi lána­samn­ings. Jafn­framt verði skil­virkt upp­gjör skulda tryggt og lána­stofn­un­um veitt 30 daga há­mark til að end­ur­reikna geng­is­bund­in lán eða 60 daga há­mark í þeim til­fell­um sem eig­enda­skipti hafa orðið. Í þeim til­fell­um er jafn­framt gengið úr skugga um að sá lán­tak­andi sem varð fyr­ir tjóni vegna geng­is­breyt­inga fái það tjón bætt úr hendi lán­veit­anda.

Ef ábyrgðar­menn hafa greitt lán munu kröf­ur þeirra ganga fyr­ir öðrum kröf­um. Álagn­ing drátt­ar­vaxta eða van­skila­gjalda við upp­gjör verður í öll­um til­vik­um óheim­il.

Verði frum­varpið að lög­um gefst lán­tak­end­um færi á að halda lán­inu í er­lendri mynt, kjósi þeir svo. Lán­tak­end­um með fast­eigna­veðlán býðst jafn­framt að breyta lán­um sín­um yfir í verðtryggð kjör. Rétt­ur lán­tak­enda til að láta á mál sitt reyna fyr­ir dóm­stól­um er ekki skert­ur.

Unnið er að því að ljúka við ein­stök út­færslu­atriði í frum­varp­inu og beðið er skaðleys­is­yf­ir­lýs­inga frá fjár­mála­stofn­un­um, sem tryggi að ekki verði beint kröf­um á hend­ur rík­inu vegna lög­gjaf­ar­inn­ar. Von­ir standa til að slík­ar skaðleys­is­yf­ir­lýs­ing­ar liggi fyr­ir af hálfu fjár­mála­stofn­ana í næstu viku. Gert er ráð fyr­ir að mælt verði fyr­ir frum­varp­inu um leið og Alþingi kem­ur sam­an að nýju 4. nóv­em­ber nk. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert