Gylfi endurkjörinn

Gylfi Arnbjörnsson fagnar sigri í forsetakjöri á þingi ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson fagnar sigri í forsetakjöri á þingi ASÍ. mbl.is/Kristinn

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ var end­ur­kjör­inn á árs­fundi sam­bands­ins. Gylfi fékk 183 at­kvæði eða 72,9% og Guðrún J. Ólafs­dótt­ir fékk 64 at­kvæði eða 27,1%.

Gylfi þakkaði fyr­ir stuðning­inn. „Þetta skipt­ir mig máli í þeirri orra­hríð sem hef­ur verið að und­an­förnu. Þó skráp­ur­inn sé þykk­ur þá er eng­in laun­ung á því að þetta get­ur meitt þó að blæði ekki. Þess vegna er það mér ákaf­lega mik­il­vægt að finna fyr­ir ykk­ar stuðningi,“ sagði Gylfi þegar úr­slit­in lágu fyr­ir.

Guðrún er fé­lagi í VR og hef­ur ekki áður sótt eft­ir for­yst­u­starfi inn­an ASÍ.

Eft­ir há­degið hefst kosn­ing um vara­for­seta ASÍ. Ingi­björg R. Guðmunds­dótt­ir sæk­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri

Guðrún J. Ólafsdóttir.
Guðrún J. Ólafs­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert