Heróín- og morfínfíkn er á niðurleið, að því er fram kemur á vef SÁÁ. Þar segir svokölluð viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla sem séu háðir heróíni eða morfíni hafi gefið góða raun. Ástandið sé gjörbreytt og árangur undanfarinn fjögurra ára hafi verið mjög góður og athyglisverður.
Fram kemur að heróín- og morfínfíkn hafi verið nær óþekkt á íslenskum meðferðarstofnunum fram til ársins 1998. En árið 1999 hafi allt í einu birst sjúklingar á Vogi sem hafi verið að sprauta morfíni í æð.
Þessum sjúklingum hafi fjölgað fram til ársins 2005 og úr hafi orðið mikill og alvarlegur vandi.
Þá segir að nú standi menn frammi fyrir sama vanda varðandi rítalínsnotkun.
„Það þarf að auka aðhald að læknum og auka og bæta meðferð fyrir amfetamínfíkla á Íslandi.“