Lýsti sig saklausan

mbl.is/Þorkell

Þingfesting fór fram í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Baldur sem ákærður er fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi sagðist saklaus af ákærunni. Næsta fyrirtaka í málinu fer fram 10. desember.

Að sögn Karls Axelssonar, verjanda Baldurs, fór hann fram á átta vikna frest til að skila greinargerð í málinu. Dómari málsins, Guðjón Marteinsson, féllst hins vegar ekki á svo langan frest en ákvað að næsta fyrirtaka færi fram að sex viknum liðnum. Mun Karl skila greinargerð sinni þá.

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins.
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka