Opnað fyrir „taktísk“ gjaldþrot

Undanfarin ár hafa um 20-50 manns farið í greiðsluþrot, og árangurslaust fjárnám verið gert, fyrir hvern einstakling sem fer í gjaldþrot. Sex ár eru síðan fjöldi persónulegra gjaldþrota fór yfir 200.

Þetta kemur fram í gögnum sem Creditinfo hefur tekið saman.

Fyrirhugaðar breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti og fyrningarfrest krafna gætu breytt þessum hlutföllum með afgerandi hætti, verði frumvarp þess efnis samþykkt á Alþingi, en ráðgert er að það verði tekið fyrir á næstunni.

Frumvarpið felur það í sér að fyrningarfrestur krafna styttist í tvö ár, og erfiðara verður að slíta fyrningunni. Almennar kröfur, t.d. eftir árangurslaust fjárnám, fyrnast hins vegar á lengri tíma og auðveldara er að halda þeim lifandi með fyrningarslitum af hálfu kröfuhafa, að því er fram kemur í umfjöllun um frumvarpið í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert