Samið við Ístak um Búðarhálsvirkjun

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, kynnti Búðarhálsvirkjun nýverið.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, kynnti Búðarhálsvirkjun nýverið. mbl.is/Rax

Lands­virkj­un og verk­taka­fyr­ir­tækið Ístak und­ir­rituðu í dag samn­ing um bygg­ingu  Búðar­háls­virkj­un­ar.  Heild­ar­fjár­hæð samn­ings­ins nem­ur rúm­um 9,8 millj­örðum króna að meðtöld­um virðis­auka­skatti eða 77,56% af kostnaðaráætl­un.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist í vet­ur og er áætlað að virkj­un­in verði kom­in í rekst­ur fyr­ir árs­lok 2013. Áætlað er að heild­ar­fjöldi ár­s­verka sem skap­ist á Íslandi vegna bygg­ing­ar Búðar­háls­virkj­un­ar verði á milli 600 til 700 yfir all­an fram­kvæmda­tím­ann. Þegar flest verður á vinnustað verða þar um 300 manns.
 

Verkið skipt­ist í þrjá verk­hluta. Einn er gerð Sporðöldustíflu sem er jarðvegs­stífla í tveim­ur hlut­um, 1100 metra og 170 metra löng­um og verður stífl­an hæst um 25 metr­ar.

Ann­ar verk­hluti felst í að sprengja og styrkja aðrennslis­göng virkj­un­ar­inn­ar.  Göng­in eru skeifu­laga, tæp­ir 15 metr­ar á hæð og rúm­ir 11 metr­ar á breidd og lengd þeirra er um 4 km.  

Þriðji verk­hlut­inn er bygg­ing á stöðvar­húsi og inntaks­mann­virkj­um ásamt greftri frá­rennslis­skurðar.  

Verkið var boðið út á evr­ópska efna­hags­svæðinu og voru til­boð opnuð í ág­úst. Sjö aðilar buðu í verkið og var Ístak með lægsta boð í allt verkið að teknu til­liti til af­slátta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert